67. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. júní 2021 kl. 09:03


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:03
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:03

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 66. fundar var samþykkt.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 09:03
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Jón Þór Ólafsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason og Þórarinn Ingi Pétursson skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta og breytingartillögur.

3) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 09:49
Nefndin ræddi málið.

4) 663. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 09:54
Nefndin ræddi málið.

5) 668. mál - fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra Kl. 09:58
Nefndin ræddi málið.

6) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 10:17
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 10:26
Nefndin ræddi um afhendingu skýrslu setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol.

Þá ræddi Þorsteinn Sæmundsson um framhald á frumkvæðismáli nefndarinnar um misræmi í tölum ESB um útflutning á landbúnaðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:29